• mán. 04. maí 2009
  • Fræðsla
  • Leyfiskerfi

Fræðslufundur um dómgæslu og knattspyrnulögin

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Þriðji  fræðslufundurinn í fræðslufundaröð KSÍ verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 7. maí kl. 16:00-18:00.  Viðfangsefni þessa fræðslufundar eru breytingar á knattspyrnulögunum, áherslur dómara og dómaranefndar, verkefni dómara, framkoma á leikvelli o.fl., störf dómarastjóra.

Félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ er skylt að senda aðalþjálfara meistaraflokks karla, yfirþjálfara yngri flokka karla og fyrirliða meistaraflokks karla (eða varafyrirliða) á þennan fund, til að uppfylla forsendu K.04.

Framkvæmdastjórar félaga sem og aðrir áhugasamir forráðamenn eru jafnframt hvattir til að mæta.

Skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is) þar sem fram kemur nafn viðkomandi þátttakanda og félag.   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi miðvikudaginn 6. maí.  

Fræðslufundirnir eru teknir upp og myndband af þeim sett á heimasíðu KSÍ daginn eftir þannig að félög sem ekki hafa tök á því að senda fulltrúa á fundinn geta nýtt sér þann möguleika. 

Félögum sem undirgangast leyfiskerfið er þó skylt að senda fyrrgreinda fulltrúa á fundinn.

Fræðslufundaröð KSÍ

Fundur 3 – Fimmtudaginn 7. maí kl. 16:00-18:00

Dagskrá

16:00 - Kynning              

16:10 - Knattspyrnulögin, áherslur dómara, framkoma stjórnenda og starfsmanna o.fl.

  • Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ

17:00 - Skipulag dómaramála, hlutverk dómarastjóra o.fl.

  • Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ

17:40 - Fyrirspurnir og umræður

18:00 - Fundarlok

Nánari upplýsingar veita Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ.