• mán. 04. maí 2009
  • Lög og reglugerðir

Breyting á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl breytingar á reglugerð KSÍ á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Er um að ræða breytingu á ákvæði um viðurlög við brot skv. tilkynningu framkvæmdastjóra sbr. 18.grein í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Grein 13.9.5. hljóðaði svo:

13.9.5. Brot skv. tilkynningu framkvæmdastjóra KSÍ sbr. 18. grein hefur í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann

Grein 13.9.5. verður:

13.9.5. Brot skv. tilkynningu framkvæmdastjóra KSÍ sbr. 18. grein hefur í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, sekt að fjárhæð kr. 50.000 en þó ekki lægri en kr. 25.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið.

Í breytingunni felst að viðlög fyrir brot skv.tilkynningu framkvæmdastjóra sbr. 18. grein verða hert og verða hið minnsta 25.000 króna sekt.