• fim. 30. apr. 2009
  • Lög og reglugerðir

Samningsskylda í Pepsi-deild karla frá 1. maí

Pepsi-deildin
Pepsi_deildin_white_landscape_lorez

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Pepsi-deild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. maí 2009 og verða þá allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Pepsi-deild karla að vera á samningi.  Leikmenn 2. aldursflokks eða yngri eru undanskildir ákvæði þessu. 

23.4     Samningsskylda

23.4.1   Allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum á tímabilinu 1. maí til 15. október í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Pepsi-deild karla skulu vera á samningi samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Leikmenn 2. aldursflokks eða yngri eru undanskildir ákvæði þessu.   

23.4.2   Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 23.4.1 skal félaginu gefinn frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur.  Að öðrum kosti skal málinu vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðar.

Tryggingaskírteini fyrir samningsbundna leikmenn

Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir:

5.1. Allir samningsbundnir leikmenn skulu vátryggðir skv. reglugerð KSÍ um félagaskipti samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félagi er skylt að senda KSÍ afrit af tryggingarskírteini sínu fyrir slíka leikmenn og skal það gert fyrir 30. apríl.

Eins og fram kemur í regugerðinni er ekki nægjanlegt að senda staðfestingu á því að félagið hafi tryggingu heldur þarf að koma afrit af tryggingaskírteini félagsins.

Þau félög sem eru með samninga við leikmenn í mfl. kvenna og karla eru minnt á að skila tryggingaskírteini fyrir báða hópana.

Ennfremur eru aðildarfélög KSÍ minnt á tryggingar félagsins þurfa að ná yfir alla þá flokka sem samningsbundnir leikmenn þeirra eru hlutgengir með (til dæmis U23, 2. og 3. flokkur).

Vinsamlegast sendið afrit af tryggingaskírteini ykkar fyrir 30. apríl næstkomandi.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra.