Upptaka frá öðrum fræðslufundi KSÍ
Nú má finna hér á heimasíðunni upptöku frá öðrum fræðslufundi KSÍ. Þar fluttu erindi þeir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ og Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ.
Viðfangsefni fundarins var rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun. Þá var fjallað um rekstur aðildarfélaga KSÍ og litið á gerð uppgjörs, ársreikninga og fjárhagsáætlana.
Þriðji fræðslufundur KSÍ fer fram mánudaginn 4. maí í höfuðstöðvum KSÍ. Á fundinum verður m.a. farið yfir samninga- og félagaskiptamál og reglugerðir KSÍ. Skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is) þar sem fram kemur nafn viðkomandi þátttakanda og félag.
Fundur 3
4. maí kl. 16.00-18.00
Samninga- og félagaskiptamál
Leikmannasamningar, félagaskipti á milli landa, samstöðu- og uppeldisbætur.
Reglugerðir KSÍ og nefndir
Hvernig reglugerðir eru settar og nefndir skipaðar, helstu atriði agareglugerða, dómstólar o.fl., mótareglur, skráning í gagnagrunn, eyðublöð og skilagreinar.