• mið. 29. apr. 2009
  • Landslið

Dregið í úrslitakeppni U19 kvenna 12. maí

Uefa_U19_kvenna
Uefa_U19_kvenna

Dregið verður í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna þann 12. maí næstkomandi og verður dregið í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí.  Ljóst er hvaða þjóðir leika í úrslitakeppninni en mótherjar Íslendinga úr milliriðlunum, Svíar, komast þangað með bestan árangur í 2. sæti.

Þjóðirnar sem leika í úrslitakeppninni eru: Ísland, England, Sviss, Þýskaland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð og gestgjafarnir í Hvíta Rússlandi.  Úrslitakeppnin í Hvíta Rússlandi er einnig undankepni fyrir HM U20 sem fer fram í Þýskalandi.  Þangað fara fjórar efstu þjóðirnar úr úrslitakeppninni í Hvíta Rússlandi.

Núverandi handhafar titilsins, Ítalía, komust ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni en Ítalir lögðu Noreg í úrslitaleik keppninnar 2008 en hún fór fram í Frakklandi.