• þri. 28. apr. 2009
  • Fræðsla

Starfsmenn óskast

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að í leikjum 3. deildar karla og 1. deildar kvenna skipi KSÍ dómara og aðstoðadómara til leiks í stað eldra fyrirkomulags þar sem heimalið sá um að leggja til aðstoðardómara.

Ljóst er að fjölga þarf verulega í hópi dómara svo þetta verkefni takist. KSÍ óskar því eftir dómurum (körlum og konum) til starfa.

Námskeið verður haldið fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa tilskilin réttindi nú þegar.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við dómarastjóra  KSÍ, Magnús Már Jónsson; magnus@ksi.is .

Tekið skal fram að laun, aksturs- og fæðisgjald er greitt af KSÍ í þessi verkefni.