• þri. 28. apr. 2009
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Póllandi hjá U19 kvenna

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1
Byrjunarlid_U19_kvenna_Israel

Í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eigast við Pólland og Ísland í milliriðli fyrir EM hjá U19 kvenna.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það sama lið og byrjaði gegn Svíum á laugardag.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Vinstri bakvörður: Thelma Björk Einarsdóttir

Hægri bakvörður: Berglind Bjarnadóttir

Miðverðir: Silvía Rán Sigurðardóttir og Mist Edvardsdóttir

Miðjumenn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir

Hægri kantur: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Vinstri kantur: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir fyrirliði