• mán. 27. apr. 2009
  • Fræðsla

Fræðslufundur færður til 4. maí

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Vakin er athygli á því að 3. fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 30. apríl hefur verið færður til mánudagsins 4. maí kl. 16:00 - 18:00.  Á fundinum verður m.a. farið yfir samninga- og félagaskiptamál og reglugerðir KSÍ.

Skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is) þar sem fram kemur nafn viðkomandi þátttakanda og félag.

Fundur 3

4. maí kl. 16.00-18.00

Samninga- og félagaskiptamál

Leikmannasamningar, félagaskipti á milli landa, samstöðu- og uppeldisbætur.

Reglugerðir KSÍ og nefndir

Hvernig reglugerðir eru settar og nefndir skipaðar, helstu atriði agareglugerða, dómstólar o.fl., mótareglur, skráning í gagnagrunn, eyðublöð og skilagreinar.