• lau. 25. apr. 2009
  • Landslið

Jafntefli í Kórnum

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Ísland og Holland gerðu jafntefli í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag.  Lokatölur urðu 1 - 1 og það var Ólína G. Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði leikinn betur og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.  Fyrsta mark leiksins kom svo á 19. mínútu þegar að Ólína G. Viðarsdóttir skallaði boltann inn eftir hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur.  Stuttu síðar fékk Hólmfríður Magnúsdóttir dauðafæri en markvörður hollenska liðsins varði vel frá henni þar sem hún var kominn ein inn fyrir.

Íslenska liðið hafði því forystu þegar gengið var til leikhlés en gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru mark á 52. mínútu leiksins.

Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks en stelpurnar náðu aldrei sömu tökum á leiknum í siðari hálfleiknum.

Leikskýrsla