Ísland - Holland kl. 16:00 í Kórnum
Vináttulandsleikur Íslands og Hollands fer fram í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00. Miðasala hefst í Kórnum kl. 14:00 og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.
Eins og kunnugt taka íslensku stelpurnar þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi í sumar. Hollenska liðið tekur einnig þátt í þessari úrslitakeppni og er þessi leikur því mikilvægur undirbúningur fyrir liðin. Þetta er í næstsíðasta skipti sem Íslendingum gefst kostur á að sjá stelpurnar spila á heimavelli fyrir sjálfa úrslitakeppnin.
Heimasíðan hitt þau Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara og Eddu Garðarsdóttur í dag og spurði þau út í landsleikinn við Holland.