• mán. 20. apr. 2009
  • Fræðsla

Fræðslufundur um rekstur og bókhald

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Eins og kynnt hefur verið stendur KSÍ fyrir röð fræðslufunda í apríl, sem m.a. eru ætlaðir fyrir framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur knattspyrnufélaga. 

Annar fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 24. apríl kl. 16:00-18:00. 

Viðfangsefni fundarins er rekstur og bókhald – ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Þá verður fjallað um rekstur aðildarfélaga KSÍ og litið á gerð uppgjörs, ársreikninga og fjárhagsáætlana.

Skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is) þar sem fram kemur nafn viðkomandi þátttakanda og félag.   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi miðvikudaginn 22. apríl.

Fræðslufundaröð KSÍ

Fundur 2 - Föstudaginn 24. apríl kl. 16:00-18:00

Dagskrá

16:00 - Kynning

16:10 - Rekstur aðildarfélaga KSÍ 2004-2008 – Þróun, staða og framtíðarhorfur.

  • Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ

16:40 - Efnahagur aðildarfélaga KSÍ

  • Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ

17.00 - Ársreikningar – hugtök og gerð reikninga

  • Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ

17.20 - Fjárhagsáætlanir – hugtök og gerð reikninga

  • Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi KSÍ

17:40 - Fyrirspurnir og umræður

18:00 - Fundarlok

Nánari upplýsingar um fræðslufundinn veita Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ.

Fyrsti fundurinn tókst vel

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröðinni fór fram þriðjudaginn 14. apríl og fjallaði hann um öryggismál, fjölmiðlamál og samninga við samstarfsaðila.  Sá fundur var vel sóttur og tókst vel í alla staði.  Hægt er að skoða gögn af fundinum og myndbandsupptöku af fundinum öllum á vef KSÍ.