• fös. 17. apr. 2009
  • Landslið

Hópurinn tilkynntur fyrir Hollandsleikinn

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum.  Leikurinn fer fram laugardaginn 25. apríl, kosningadaginn og hefst kl. 16:00

Hópurinn

Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Miðasala fer fram í Kórnum og hefst tveimur tímum fyrir leik eða kl. 14:00, laugardaginn 25. apríl.

Leikurinn er liður í undirbúningi þjóðanna fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári.  Þetta er í fyrsta skiptið er landslið kvenna leikur í Kórnum.

Holland leikur í A riðli í úrslitakeppni EM í Finnlandi og er þar í riðli með heimastúlkum, Dönum og Úkraínu.

Þetta er sjötti landsleikur Íslands og Hollands og hafa Íslendingar fjórum sinnum farið með sigur af hólmi en Hollendingar einu sinni.  Fyrsti leikur þjóðanna var í undankeppni fyrir EM 95 og var leikinn árið 1993.  Ísland lagði þá Holland 2-1 og voru það Guðrún Sæmundsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem skoruðu mörk Íslands.  Þjóðirnar léku síðast árið 2004 en þá voru það Hollendingar er lögðu Íslendinga, 2-1Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands í þeim leik.