Aðstoðardómarar frá KSÍ í 3. deild karla og 1. deild kvenna
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl tvær breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Annars vegar er um að ræða breytingu á ákvæðum um skipan aðstoðardómara á leiki í riðlakeppni 3. deildar karla og riðlakeppni 1. deildar kvenna hins vegar breytingu er snýr að keppni í eldri flokki, 30 ára og eldri.
Í breytingunni á ákvæðum um skipan aðstoðardómara felst að framvegis mun KSÍ tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í riðlakeppni 3. deildar karla og riðlakeppni 1. deildar kvenna. Með þessari breytingu er komið til móts við þá ósk félaga að KSÍ tilnefni dómara og aðstoðardómara á alla leiki meistaraflokka.
Í breytingunni er snýr að keppni í eldri flokki, 30 ára og eldri, felst að fallist bæði lið á að leika með 11 manna lið skal það heimilt. Leiktími, leikmannaskipti, leikhlé o.s.frv. breytast þó ekki við þetta frávik og skýrt er að meðferð agamála fer eftir ákvæðum reglugerðar aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um keppni í 7 manna liðum