• fim. 16. apr. 2009
  • Fræðsla
  • Leyfiskerfi

Vel sóttur fræðslufundur

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

 

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl og var hann vel sóttur.  Um 50 manns sátu fundinn – forráðamenn félaga, framkvæmdastjórar, öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar – og komu þeir frá félögum víðs vegar af landinu.

Umfjöllunarefni þessa fyrsta fundar voru viðburðastjórnun, öryggismál, fjölmiðlamál og samningar við samstarfsaðila.  Hér að neðan er hægt að skoða allt sem fram fór á fundinum – myndbandsupptökur af fyrirlestrum og powerpoint glærur á pdf-formi.

Efni frá fyrsta fundinum - 14. apríl 2009

Viðburðastjórnun og ÖryggismálSkoða myndband

Framkvæmd leikja, þjónusta á leikstað, stjórnun, gæsla á leikvangi, öryggisþættir, öryggisstjóri.

Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ – Skoða glærur

Víðir Reynisson - lögreglufulltrúi, öryggisstjóri Laugardalsvallar – Skoða glærur

FjölmiðlarSkoða myndband

Samskipti og þjónusta við fjölmiðla á leikvangi.

Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ – Skoða glærur

Hilmar Björnsson - sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sports

Samningar við samstarfsaðilaSkoða myndband

Hugmyndir að samstarfsaðilum, hvernig má laða að fyrirtæki til samstarfs o.fl.

Ómar Smárason - leyfis- og markaðsstjóri KSÍ – Skoða glærur

Þór Bæring Ólafsson  - markaðsdeild VÍS – Skoða glærur

Næstu fundir:

Fundur 2       

24. apríl kl. 16.00-18.00

Rekstur og bókhald

Ársreikningur og fjárhagsáætlun.  Helstu atriði í rekstri og bókhaldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstök áhersla á knattspyrnufélög.  Gerð ársreiknings og fjárhagsáætlana.

Fundur 3       

30. apríl kl. 16.00-18.00

Samninga- og félagaskiptamál

Leikmannasamningar, félagaskipti á milli landa, samstöðu- og uppeldisbætur.

Reglugerðir KSÍ og nefndir

Hvernig reglugerðir eru settar og nefndir skipaðar, helstu atriði agareglugerða, dómstólar o.fl., mótareglur, skráning í gagnagrunn, eyðublöð og skilagreinar.

Fundur 4

7. maí kl. 16.00-18.00

Dómgæsla og knattspyrnulögin

Breytingar á knattspyrnulögunum, áherslur dómara og dómaranefndar, verkefni dómara, framkoma á leikvelli o.fl., störf dómarastjóra.

Félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ er skylt að senda aðalþjálfara meistaraflokks, yfirþjálfara yngri flokka og einn fulltrúa leikmanna (fyrirliða) á þennan fund, til að uppfylla forsendu K.04.