• mið. 15. apr. 2009
  • Landslið

Fyrsti kvennalandsleikurinn í Kórnum

Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi
Korinn-2008

Það styttist í næsta verkefni stelpnanna okkar í A-landsliði kvenna.  Þær mæta Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum 25. apríl næstkomandi kl. 16:00 og er þetta í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna leikur í Kórnum. 

Kvennalandsliðið hefur þó tvívegis áður leikið í knattspyrnuhöll hér á landi, og var það í Egilshöll í bæði skiptin.  Fyrst var það vináttulandsleikur gegn Skotum í mars 2004, og svo EM-umspilsleikur gegn Norðmönnum í nóvember 2004.  Síðari umspilsleikurinn gegn þeim norsku, í Noregi, var einnig leikinn í knattspyrnuhöll.

Laugardagurinn 25. apríl er Alþingiskosningadagur, þannig að það er um að gera fyrir fólk að mæta á kjörstað, greiða sitt atkvæði, og skella sér svo á völlinn til að sameinast og styðja við bakið á stelpunum okkar, enda er þessi leikur mikilvægur þáttur í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi í ágúst.

Margrét Lára Viðarsdóttir