• mið. 15. apr. 2009
  • Landslið

Ætlar þú á úrslitakeppni EM í Finnlandi?

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Eins og kunnugt er leikur A-landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2009, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Þetta er gríðarstór áfangi í íslenskri knattspyrnusögu, enda í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu leikur í úrslitakeppni stórmóts.

Miðasala á keppnina mun senn hefjast og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins, fyrst á leikina þrjá í riðlakeppninni og síðan í útsláttarkeppnina í framhaldi af því ef liðið kemst upp úr riðlinum. Miðaverð per leik er 20 evrur.

Leikdagar í riðlinum eru 24. ágúst, 27. ágúst og 30. ágúst.  Leikir Íslands fara fram í Tampere og Lahti.

Áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst með því að senda tölvupóst á Ragnheiði Elíasdóttur hjá KSÍ - ragga@ksi.is. Látið fylgja með nafn og símanúmer í tölvupóstinum. Vonandi sjá sem flestir sér fært að fara til Finnlands og upplifa drauminn með stelpunum okkar.

Áfram Ísland!

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast