• þri. 14. apr. 2009
  • Landslið

U19 hópur kvenna valinn fyrir milliriðilinn

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir milliriðil EM sem fram fer í Póllandi dagana 23. - 28. apríl.  Átján leikmenn eru í hópnum.  Undirbúningur liðsins fer fram í Egilshöll dagana 19. og 20. apríl og síðan er ferðast til Póllands 21. apríl.

Leikmennirnir 18 koma úr 9 félögum.  Breiðablik, KR og Valur eiga hvert um sig 3 leikmenn í hópnum, en aðrir leikmenn koma frá FH, Grindavík, HK, ÍBV, Víkingi R. og Þór.

Liðin sem hafna í efsta sæti milliriðlanna 6 komast í úrslitakeppnina, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi.  Annað sætið gefur einnig möguleika á sæti í úrslitakeppninni, þar sem liðið með bestan árangur í 2. sæti milliriðlanna kemst einnig í úrslitakeppnina.  Áttunda liðið í úrslitakeppninni eru svo gestgjafarnir.

Hópurinn