• þri. 14. apr. 2009
  • Fræðsla

Héraðsdómaranámskeið á Akureyri 18. apríl

Dómari lætur knöttinn falla
domgr2_dropball

Laugardaginn 18. apríl verður haldið héraðsdómaranámskeið í Glerárskóla á Akureyri. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 10:00 til kl. 13:00 og er aðaláherslan á hagnýta dómgæslu, svo sem staðsetningar, samvinnu, bendingar og fleira.

Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 16 ára aldri og eru með unglingadómarapróf.

Kennari á námskeiðinu er Gylfi Þór Orrason.

Sá sem lýkur héraðsdómaraprófi hefur rétt á að dæma í öllum flokkum, en mikilvægt er að verkefni séu valin við hæfi hvers og eins.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is.