• þri. 07. apr. 2009
  • Fræðsla

Námskeið í þjálfun barna - Haldið á Akureyri

Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði
Unga_knattspyrnukonur

Sunnudaginn 19. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Glerárskóla og Boganum á Akureyri. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þjálfurum barna á aldrinum 6-12 ára en námskeiðið er þó öllum opið. Aðgangur er ókeypis.

FIFA sendir hingað til lands leiðbeinanda að nafni Martin Andermatt sem mun sjá um kennslu á þessu námskeiði. Á námskeiðinu verður fjallað um knattspyrnuæfingar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og samhæfingaræfingar.

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

Sunnudagurinn 19. Apríl

kl. 11:00-12:15 – bóklegt (Glerárskóli)

kl. 12:30-14:00 – verklegt (Boginn)

kl. 14:00-14:30 – matarhlé

kl. 14:30-16:00 – verklegt (Boginn)

kl. 16:30-17:45 – bóklegt (Glerárskóli)

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóstfang eða með því að hringja í síma 510-2977.