• þri. 07. apr. 2009
  • Fræðsla

Lyfjaeftirlitsmál og misnotkun lyfja í íþróttum

Fæðubótarefni geta verið varasöm
faedubot

Knattspyrnusamband Íslands tekur skýra afstöðu gegn allri misnotkun lyfja/efna og notkunar á bönnuðum aðferðum sem stuðla eiga að bættum árangri í íþróttum.

KSÍ leggur ríka áherslu á að knattspyrnan sé laus við lyfjamisnotkun (doping). Lyfjamisnotkun getur verið mjög skaðleg heilsunni, grefur undan íþróttahugsjóninni og hindrar keppni á jafnréttisgrundvelli.

Þurfi að nota lyf/efni af bannlista WADA er skilyrði að ekki sé hægt að nota önnur lyf sem ekki eru á bannlista.  Undanþágu getur þurft að sæka um áður en meðferð hefst, eftir að meðferð hefst eða jafnvel einungis sé íþróttamaðurinn boðaður í lyfjapróf.  Finnist hjá íþróttamanni við lyfjapróf lyf/efni sem eru á bannlista, eða ummerki um bannaða aðferð, getur það leitt til allt að fjögurra ára æfinga- og keppnisbanns.

Neysla fæðubótarefna getur verið varasöm og er neysla slíkra efna því alfarið á þinni ábyrgð.  Íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófum eftir inntöku fæðubótarefna.  Nýleg svissnesk rannsókn sýndi að talsvert af fæðubótarefnum sem keypt voru á netinu voru menguð með sterum og pro-hormónum sem eru bönnuð.  Ekki er alltaf hægt að treysta því að öll innihaldsefni komi fram utan á pakkningum.  Greinist bannað efni við lyfjapróf, eftir neyslu fæðubótarefna, er það alfarið á ábyrgð íþróttamannsins.

Hér á heimasíðu Knattspyrusambandsins má finna leiðbeiningar til knattspyrnufólks er varða lyfjamál.