• mið. 01. apr. 2009
  • Landslið

Skotland - Ísland í kvöld kl. 19:00

Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net
Byrjunarlidid_gegn_Noregi_sept_2008

Í kvöld mætast Skotland og Ísland í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. 

Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni þegar það verður tilbúið en búast má við hörkuleik í Glasgow í kvöld.

Sagan er hinsvegar hliðholl Skotum því þjóðirnar hafa mæst fimm sinnum og hafa Skotar alltaf farið með sigur af hólmi.

Íslendingar eru sem stendur í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, jafn mörg stig og Skotar en hafa betra markahlutfall sem nemur einu marki. Makedónía er með þrjú stig en hafa leikið einum leik minna en Ísland og Skotland. Makedóna og Holland mætast einnig á morgun en Holland er efst í riðlinum, hafa unnið alla sína leiki. Noregur rekur svo lestina með tvö stig eftir þrjá leiki. Það er því útlit fyrir hörkukeppni um annað sætið í riðlinum.

Riðillinn