Kvennalandsliðið í 18. sæti FIFA listans
Íslenska kvennalandsliðið situr nú í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Bandaríkin eru á toppnum sem fyrr.
Frakkar eru efstir mótherja Íslendinga í undankepnni fyrir HM 2011, sitja í 8. sæti. Serbar eru í 33. sæti, Króatar í 47. sæti, Norður Írar í 71. sæti, og Eistar eru í 83. sæti.
Frakkar eru, sem kunnugt er, einnig mótherjar Íslendinga í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. Aðrir mótherjar Íslendinga þar eru Þjóðverjar er sitja í 3. sæti listans og Norðmenn sem eru í 9. sæti listans.