Fræðslufundir fyrir stjórnendur knattspyrnufélaga
KSÍ stendur fyrir röð fræðslufunda í apríl sem m.a. eru ætlaðir fyrir framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur knattspyrnufélaga.
Hluti fræðslufundanna tengist beint leyfiskerfi KSÍ sem félög í efstu deild og 1. deild karla þurfa að undirgangast en allir fundirnir eru opnir aðildarfélögum KSÍ.
Um er að ræða 4 fræðslufundi sem haldnir verða í höfuðstöðvum KSÍ á tímabilinu 14. apríl til 7. maí.
Hér að neðan eru drög að dagsetningum og efnistökum. Aðildarfélög KSÍ fá sendar nánari upplýsingar þegar nær dregur hverjum og einum fundi.
Fundur 1
14. apríl kl. 16.00-18.00
Fjölmiðlar
Samskipti og þjónusta við fjölmiðla á leikvangi.
Öryggismál
Gæsla á leikvangi, öryggisþættir, öryggisstjóri.
Viðburðastjórnun
Framkvæmd leikja, þjónusta á leikstað, stjórnun.
Samningar við samstarfsaðila
Hugmyndir að samstarfsaðilum, hvernig má laða að fyrirtæki til samstarfs ofl.
Félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ er skylt að senda öryggisstjóra og fjölmiðlafulltrúa sína á þennan fund, til að uppfylla forsendur S.04 og S.05.
Fundur 2
24. apríl kl. 16.00-18.00
Rekstur og bókhald
Ársreikningur og fjárhagsáætlun. Helstu atriði í rekstri og bókhaldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstök áhersla á knattspyrnufélög. Gerð ársreiknings og fjárhagsáætlana.
Fundur 3
4. maí kl. 16.00-18.00
Samninga- og félagaskiptamál
Leikmannasamningar, félagaskipti á milli landa, samstöðu- og uppeldisbætur.
Reglugerðir KSÍ og nefndir
Hvernig reglugerðir eru settar og nefndir skipaðar, helstu atriði agareglugerða, dómstólar o.fl., mótareglur, skráning í gagnagrunn, eyðublöð og skilagreinar.
Fundur 4
7. maí kl. 16.00-18.00
Dómgæsla og knattspyrnulögin
Breytingar á knattspyrnulögunum, áherslur dómara og dómaranefndar, verkefni dómara, framkoma á leikvelli o.fl., störf dómarastjóra.
Félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ er skylt að senda aðalþjálfara meistaraflokks, yfirþjálfara yngri flokka og einn fulltrúa leikmanna (fyrirliða) á þennan fund, til að uppfylla forsendu K.04.