• fim. 26. mar. 2009
  • Fræðsla

Fræðslukvöld ÍSÍ - Íþróttameiðsl

merki_isi
merki_isi

ÍSÍ boðar til fræðslukvölds í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 17.00 - 21.00 í dag, fimmtudaginn 26. mars.  Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun fjalla um fjölmarga athyglisverða þætti er varða íþróttameiðsl, m.a. algengustu meiðsl og viðbrögð við þeim, fyrirbyggjandi æfingar, teipingar og vafninga ásamt samvinnu íþrótta- og sjúkraþjálfara svo eitthvað sé nefnt. 

Fyrirlestur Stefáns er mjög vandaður, hann er með fjölmargar vídeóklippur til að auka gildi fyrirlesturins o.fl.  Fræðslukvöldið er opið öllum og hentar einkar vel fyrir aðila til að sækja sér endurmenntun og auk þess hentar það vel fyrir íþróttaiðkendur. 

Þátttökugjald er aðeins kr. 2.500.  Skráning á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.