Landsdómararáðstefnan var haldin um helgina
Helgina 21. – 22. mars var haldin hin árlega Landsdómararáðstefna og voru um 50 dómarar er sátu ráðstefnuna. Einnig sitja ráðstefnuna meðlimir dómaranefndar og starfsmenn dómaranefndar og voru því rúmlega 60 manns á ráðstefnunni ásamt gestum. Hún fór fram í höfuðstöðvum KSÍ og er mikilvægur undirbúningur fyrir þau verkefni er komandi keppnistímabil hefur í för með sér.
Farið var yfir áherslur sumarsins ásamt öðrum þeim atriðum er tengjast starfi knattspyrnudómara. Að venju var erlendur fyrirlesari á ráðstefnunni og að þessu sinni var það hinn kunni enski dómari, Mike Riley. Ásamt því að flytja fyrirlestur á ráðstefnunni og miðla af reynslu sinni, þá dæmdi Riley vináttulandsleik Íslands og Færeyja
Dómararnir gengust undir skriflegt próf á ráðstefnunni en síðustu vikur hafa þeir einnig gengist undir þrekpróf. Dómararnir hafa verið í æfingum undir yfirumsjón Egils Eiðssonar, frjálsíþróttaþjálfara, síðan í byrjun nóvember og hafa þessar æfingar skilað miklum og góðum árangri.