• mán. 23. mar. 2009
  • Landslið

Landsliðshópurinn er mætir Skotum 1. apríl

Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net
Byrjunarlidid_gegn_Noregi_sept_2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn í hóp sinn er mætir Skotum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og fer fram miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:00.

Þetta er í sjötta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Skotar hingað til alltaf sigrað.  Síðasti leikur þjóðanna fór fram hér á Laugardalsvelli í undankeppni fyrir HM 2010.  Skotar sigruðu þá með tveimur mörkum gegn einu.  Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þá mark Íslendinga úr vítaspyrnu.  Markatalan úr þessum leikjum er Skotum hagstæð, þeir hafa skorað átta mörk gegn tveimur Íslendinga.  Síðast þegar þessar þjóðir áttust við á Hampden Park, árið 2003 í undankeppni fyrir EM 2004, fóru Skotar einnig með sigur af hólmi, 2-1.  Eiður Smári skoraði þá einnig mark Íslendinga þegar hann jafnaði leikinn í 1-1.

Íslendingar og Skotar hafa jafnmörg stig í 9. riðli undankeppni HM 2010, eru með fjögur stig hvort.  Skotar hafa hinsvegar leikið þrjá leiki en Íslendinga fjóra.  Fjórum dögum fyrir leiks Skota og Íslendinga, leika Skotar við Hollendinga í Amsterdam.

Hópurinn