• fim. 19. mar. 2009
  • Fræðsla

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið

Þjálfari að störfum
coaching1

Miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið, en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Þeir þjálfarar sem starfa úti á landi þurfa ekki að gera sér ferð til Reykjavíkur út af þessum fundi heldur verður námskeiðið útskýrt fyrir þeim á símafundi. En þeir þjálfarar þurfa samt sem áður að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 23. mars. Tímasetning símafundarins verður tilkynnt síðar.

Skráning stendur yfir og síðasti dagur skráningar er mánudagurinn 23. mars. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem skráðir eru með 6. stigs þjálfararéttindi eða E-stig-Sérnámskeið, en skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi sé starfandi aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, yfirþjálfari eða markmannsþjálfari.

Námskeiðsgjald er kr.92.000.

Frekari upplýsingar um námskeiðið