Félögunum 8 veitt þátttökuleyfi
Leyfisráð fundaði í dag, þriðjudag, og tók fyrir leyfisumsóknir 8 félaga - 4 úr efstu deild og 4 úr 1. deild. Á fundi leyfisráðs fyrir viku síðan var þessum 8 félögum gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi málum. Það hafa þau gert og uppfylla nú allar A-forsendur fyrir viðkomandi deild. Hér að neðan má sjá afgreiðslu leyfisráðs á umsóknum félaganna 8.
Jafnframt voru leiðréttingar á leyfisveitingu tveggja félaga staðfestar frá fundi leyfisráðsins 10 mars.
Efsta deild
Breiðablik
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu verði veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
KR
Þátttökuleyfi veitt.
ÍBV
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu verði veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
Stjarnan
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu verði veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
1.deild
Haukar
Þátttökuleyfi veitt.
HK
Þátttökuleyfi veitt.
Keppnistímabilið 2008 var þjálfara meistaraflokks vikið frá störfum og í hans stað ráðinn þjálfari sem uppfyllti ekki menntunarskilyrði. Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.15 – Skylda um endurráðningu á leyfistímabili var ekki uppfyllt.
KA
Þátttökuleyfi veitt.
Víkingur R.
Þátttökuleyfi veitt.