• þri. 17. mar. 2009
  • Landslið

Enn og aftur Frakkland!

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Íslenska kvennalandsliðið dróst í sex liða riðil í undankeppni fyrir HM kvenna 2011 en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið mætir Frökkum enn einu sinni en þjóðirnar spiluðu saman í undankeppni fyrir EM 2009.  Þjóðirnar eru svo einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM í sumar.

Aðrar þjóðir í riðlinum eru: Serbía, Norður Írland, Króatía og Eistland.

Sigurvegarar riðlanna fara í aukaleiki og sigurvegararnir í þeim leikjum fara í úrslitakeppnina. Þau lið sem tapa í þessum leikjum fara aftur í aukaleiki og sigurvegari þeirra leikja leika enn aðra aukaleiki við CONCACAF um sæti í úrslitakeppninni.

Hægt er að sjá riðlaskiptinguna í heild hér.

Leikdagar Íslands hafa verið ákveðnir en eftir á að ganga endanlega frá staðfestingu þeirra.

2009

  • 15. ágúst    Ísland - Serbía
  • 17. sept.     Ísland - Eistland
  • 24. okt.       Frakkland - Ísland
  • 28. okt.       N. Írland - Ísland

2010

  • 27. mars     Serbía - Ísland
  • 31. mars     Króatía - Ísland
  • 19. júní       Ísland - N. Írland
  • 23. júní       Ísland - Króatía
  • 21. ágúst    Ísland - Frakkland
  • 25. ágúst    Eistland - Ísland

Eins og sjá má á þessum leikdögum þá leikur íslenska liðið einn leik í undankeppninni aðeins níu dögum áður en það leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Má því segja að fyrsti leikur undankeppni HM 2011 sé lokakaflinn í undirbúningnum fyrir EM 2009.