Annar fundur leyfisráðs í dag
Leyfisráð fundar í dag kl. 17:00 og er þetta annar fundur ráðsins í leyfisferlinu fyrir komandi keppnistímabil. Á fyrri fundi ráðsins þann 10. mars voru þátttökuleyfi gefin út til 16 félaga - 8 í efstu deild og 8 í 1. deild - en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára útistandandi mál.
Leyfisumsóknir þessara 8 félaga - 4 í hvorri deild - verða teknar fyrir í dag. Þessi félög eru Breiðablik, ÍBV, KR og Stjarnan í efstu deild - Haukar, HK, KA og Víkingur R. í 1. deild. Ákvarðanir leyfisráðs eru gefnar út fljótlega að loknum fundum ráðsins, þannig að þessara ákvarðana er að vænta í kvöld.
Ef til þess kemur að leyfisráð synjar félagi um þátttökuleyfi getur viðkomandi félag áfrýjað til leyfisdóms. Einnig getur leyfisstjóri áfrýjað ef hann telur að nðurstaða sé ekki sanngjörn. Áfrýjunarfrestur er 7 dagar.
Nánari upplýsingar um leyfiskerfið má sjá í valmyndinni hér til vinstri.