• mán. 16. mar. 2009
  • Fræðsla

Grasrótarráðstefna UEFA haldin í Hamborg

UEFA
uefa_merki

Í kvöld verður sett 8. grasrótarráðstefna UEFA og fer hún fram að þessu sinni í Hamborg í Þýskalandi.  Á þessa ráðstefnu, sem ber yfirskriftina "Developing Children´s Football", mæta fulltrúar allra þeirra knattspyrnusambanda sem aðilar eru að grasrótarsáttmála UEFA.

UEFA sæma knattspyrnusambönd Evrópu stjörnum eftir þeirra frammistöðu í grasrótarmálum og mun KSÍ fá afhenta stjörnu númer þrjú og fjögur á þessari ráðstefnu.  Það er Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður mótadeildar KSÍ og grasrótarfulltrúi sambandsins, sem veitir stjörnunum viðtöku.