• fim. 12. mar. 2009
  • Fræðsla

Laugvetningar fræddir um Futsal

Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni
Futsal_a_Laugarvatni

Á dögunum fóru starfsmenn mótadeildar KSÍ á Laugarvatn og fræddu þar nemendur Menntaskólans á Laugarvatni um töfra innanhússknattspyrnu - Futsal.  Í Menntaskólanum stóðu yfir dagar sem kallaðir eru "Dagamunur" en þá spreyta menntaskólanemar sig á verkefnum sem alla jafna eru fyrir utan hið hefðbundna skólastarf.

Tæplega 30 nemendur mættu og kynntu sér Futsal og hinar einföldu reglur innanhúsknattspyrnunnar og á eftir var haldið í íþróttahúsið þar sem Futsal boltinn var óspart notaður.

Þessa dagana stendur einmitt yfir framhaldsskólamótið í Futsal og lýkur riðlakeppninni nú um helgina.

Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni

Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni

Frá Futsal kynning í Menntaskólanum á Laugarvatni