Stelpurnar höfnuðu í 6. sæti á Algarve
Íslenska kvennalandslið hafnaði í 6. sæti á Algarvemótinu en Ísland lék lokaleik sinn á mótinu gegn Kína í dag. Kínversku konurnar fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu. Það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði mark Íslands.
Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en Kína komst yfir á 21. mínútu en Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleikurinn var fjörlegri og íslenska liðið var sókndjarfara. Það voru hinsvegar kínversku stelpurnar sem skoruðu eina mark síðari hálfleiks og fögnuðu því sigri sem gaf þeim 5. sætið á mótinu.
Síðar í dag leika svo Svíþjóð og Bandaríkin til úrslita á Algarve Cup.
Textalýsingu frá leiknum má sjá hér.