Ísland upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA
Í dag var birtur nýr styrkleikalisti FIFA hjá karlalandsliðum og fer íslenska liðið upp um tvö sæti og er nú í 75. sæti listans. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans.
Norðmenn, sem eru með Íslendingum í riðli í undankeppni fyrir HM 2010, eru ein af þeim þjóðum er hæsta stökkið hástökkvarar listans í þetta skiptið og fara upp um 11 sæti og eru í 45. sæti. Af öðrum mótherjum Íslendinga í riðlinum er það að frétta að Holland er í 3. sæti, Skotland er í 28. sæti og Makedónía í 62. sæti.