• þri. 10. mar. 2009
  • Leyfiskerfi

16 félögum veitt þátttökuleyfi

Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008
Trottur_Keflavik_LD_karla_2008

Fyrsti fundur leyfisráðs fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum, en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára sín mál.

Alls var 8 félögum í efstu deild veitt þátttökuleyfi, og 8 félögum í 1. deild, þannig að skiptingin var jöfn á milli deildanna tveggja.

Þau félög sem þegar hafa fengið þátttökuleyfi eru FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, Keflavík, Valur, Þróttur R., Afturelding, Fjarðabyggð, ÍA, ÍR, Leiknir R., Selfoss, Víkingur Ól. og Þór. 

Þau félög sem hafa vikufrest til að ganga frá sínum málum eru Breiðablik, ÍBV, KR, Stjarnan, HK, KA, Víkingur R. og Haukar.

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir ákvarðanir leyfisráðs varðandi þau félög sem fengu þátttökuleyfi.

Efsta deild

FH

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fjölnir

Þátttökuleyfi veitt.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu verði veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt (Rétt er að geta þess að við leyfisveitingu 2008 var þessi forsenda metin óuppfyllt hjá Fjölni, en síðar kom í ljós að það var rangt, vegna rangrar skráningar í gagnagrunn KSÍ, og var sú leyfisveiting leiðrétt.  Nú hefur annar aðstoðarþjálfari verið ráðinn).

Ath!  Ákvörðun leiðrétt 12. mars.  Ákvæði um aðstoðarþjálfara meistaraflokks er uppfyllt.

Fram

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Fylkir

Þátttökuleyfi veitt.

Keppnistímabilið 2008 var þjálfara meistaraflokks vikið frá störfum og í hans stað ráðinn þjálfari sem uppfyllti ekki menntunarskilyrði.  Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.15 – Skylda um endurráðningu á leyfistímabili var ekki uppfyllt.

Grindavík

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Keflavík

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu verði beitt viðurlögum skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt annað árið í röð.

Ath!  Ákvörðun leiðrétt 12. mars.  Ákvæði um aðstoðarþjálfara meistaraflokks er uppfyllt.

Valur

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Þróttur R.

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

1.deild

Afturelding

Afturelding undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn og nýtur því eins árs frests til aðlögunar að kröfum kerfisins. Félagið uppfyllir ekki nokkrar lykilkröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild, m.a. kröfu um endurskoðaðan ársreikning með fullri áritun.  Umsókn Aftureldingar um þátttökuleyfi í 1. deild 2009 hefði því verið synjað ef félagið nyti ekki eins árs aðlögunarfrests.

Fjarðabyggð

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

ÍA

Þátttökuleyfi veitt. 

Keppnistímabilið 2008 var þjálfara meistaraflokks og yfirþjálfara 2. flokks vikið frá störfum og í þeirra stað ráðnir þjálfarar sem uppfylltu ekki menntunarskilyrði (tvö aðskilin brot).  Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.15 – Skylda um endurráðningu á leyfistímabili var ekki uppfyllt í tveimur aðskildum brotum.

ÍR

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Leiknir R.

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Selfoss

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Víkingur Ól.

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Þór

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.