Dómararnir koma langt að
Eins og áður hefur komið fram eru 40 dómarar að störfum á Algarve Cup 2009 og koma þeir frá 27 þjóðlöndum. Dómarar leiksins, Ísland - Danmörk, koma langt að en dómari leiksins og annar aðstoðardómarinn koma frá Suður Ameríkuríkinu Guyana á meðan hinn aðstoðardómarinn kemur frá Mið - Ameríkuríkinu Guatemala. Fjórði dómari leiksins er svo frá Japan.
Dómararnir heita:
- Dómari: Dianne Ferreira-James - Guyana
- AD1: Nykasie Nykola Liverpool - Guyana
- AD2: Lesbia Liseth Tzul Juarez – Guatemala
- 4D: Sachiko Yamagishi - Japan
Leikur Íslands og Danmörku hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með honum hér á síðunni.