Danskur sigur á Algarve
Danir lögðu Íslendinga í lokaumferðinni í riðlakeppni Algarve Cup í dag með tveimur mörkum gegn engu. Danir höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að íslenska liðið hefði sótt meira í síðari hálfleik, bættu Danir við marki.
Danir höfðu yfirhöndina mest allan fyrri hálfleikinn og voru sterkari aðilinn. Íslenska liðið náði ekki tökum á miðsvæðinu og komust ekki almennilega í takt við leikinn fyrstu 25 mínúturnar.
Danir komust svo yfir á 36. mínútu eftir skyndisókn en andartökum áður hafði Margrét Lára verið við það að sleppa í gegnum vörn Dana. Danir leiddu því þegar kom að leikhléi.
Okkar stelpur komu af miklu meiri krafti inn í síðari hálfleikinn og voru miklu árræðnari heldur í þeim fyrri. Þrátt fyrir það voru það Danir er skoruðu eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætar tilraunir íslenska liðsins.
Íslendingar mæta því Kínverjum í leik um 5. sæti mótsins og fer leikurinn fram á miðvikudaginn en tímasetning leiksins verður staðfest síðar. Bandaríkin og Svíþjóð leika til úrslita og Þýskaland og Danmörk leika um 3. sætið.
Textalýsingu af leiknum má sjá hér.