• fim. 05. mar. 2009
  • Landslið

Gestkvæmt á æfingum kvennalandsliðsins

Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009
Algarve_2009i

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum sem fer fram á morgun kl. 15:00.  Liðið æfir tvisvar í dag og var gestkvæmt á æfingunni í morgun þar sem 5 sænskir þjálfarar fylgdust með æfingu liðsins.

Knattspyrnusambönd Þýskalands og Svíþjóðar eru með á Algarve þessa dagana, námskeið fyrir þjálfara í efstu deild kvenna í sínu landi.  Fleiri gestir eru væntanlegir á æfinguna nú síðar í dag, þeirra á meðal sjálfur Greg Ryan fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

FIFA notar ennfremur tækifærið og skoðar dómara á mótinu og er með námskeið fyrir þá dómara sem starfa á Algarve Cup.  Alls starfa 40 dómarar á mótinu frá 27 löndum úr 6 heimsálfum.

Heldur en kaldara á Algarve núna heldur en hópurinn var að gera sér vonir um en búningastjórinn, Ragnheiður Elíasdóttir, er fullviss um að úr því rætist innan skamms.