• mið. 04. mar. 2009
  • Fræðsla

Fáklæddar kempur í fótbolta

Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009
atak05

Á dögunum fór fram knattspyrnuleikur innanhúss í Vodafonehöllinni sem Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrir.  Þarna mættust valinkunnar knattspyrnuhetjur, með landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson í broddi fylkingar, sem að mestu hafa lagt skóna á hilluna og yngri landsliðsmenn.  Leikurinn markaði upphaf tveggja vikna átaks Krabbameinsfélagsins er nefnist "Karlmenn og krabbamein"

Á meðan lið yngri landsliðsmanna lék í hinum hefðbundnu landsliðsbúningum, þá voru kempurnar öllu fáklæddari en þeir léku berir að ofan klæddir bindi.  Skemmtileg tilþrif sáust á vellinum og skemmtu sér allir vel, innan vallar sem utan.

Átakið "Karlmenn og krabbamein" stendur nú sem hæst og er hægt að fræðast meira um það á heimasíðunni: www.karlmennogkrabbamein.is.

Fréttatilkynning Krabbameinsfélagsins

Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009

Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009

Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009

Frá knattspyrnuleik á vegum Krabbameinsfélagsins í mars 2009