• þri. 24. feb. 2009
  • Landslið

Leikir og mörk liðs í mótum

Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson
Fjolnir_KR

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv.

Smellt er á Leikir / Mörk liðs undir Mótamál í valmyndinni hér til vinstri.  Þar er leit síðan afmörkuð á viðeigandi hátt.  Athugið að í flettistikunni "Félag" koma fyrst félagslið og svo landslið, þannig að ef menn vilja skoða leiki landsliða Íslands þurfa menn að fletta niður fyrir félagsliðin.

Til dæmis er hægt að skoða alla leiki A landsliðs karla árið 1986, eða alla leiki meistaraflokks karla hjá ÍBV árið 2001

Athugið að leikskýrslur allra kvennalandsliða (A, U21, U17 og U17) frá upphafi hafa verið skráðar inn í mótakerfið, leikskýrslur A landsliðs karla aftur til ársins 1969 og leikskýrslur annarra móta meistaraflokks karla og kvenna frá og með árinu 2001 til dagsins í dag.  Unnið er að því að koma leikskýrslum karlalandsliða öllum inn í mótakerfið, og vonir standa til að hægt séð að keyra leikskýrslur félagsliða frá 1994 til 2000 inn í mótakerfið úr gamla mótakerfinu.