Pósturinn kominn með leyfisgögn
Pósturinn kom til KSÍ með stóran pakka til leyfisstjórnar. Í honum voru leyfisgögn þriggja félaga - ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík. Póststimpillinn á öllum umslögunum staðfesti að gögnin voru send föstudaginn 20. febrúar, þannig að öll teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka. Enn er beðið eftir gögnum frá Vestmannaeyjum, en samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar voru gögn ÍBV einnig póstuð á föstudag.
Fimm félögum var svo gefinn frestur til þriðjudagsins 24. febrúar til að skila gögnum, af ólíkum ástæðum. Þessi félög eru Fylkir, Grindavík, Fram, Þór og KA.