Fjárhagsgögn Leiknis komin í hús
Fjárhagslegum leyfisgögnum rignir nú yfir leyfisstjórn. Leiknir í Breiðholti hefur skilað endurskoðuðum ársreikningi með viðeigandi staðfestingum og hafa þar með fjögur félög í 1. deild skilað gögnum, eða jafn mörg og í efstu deild.
Áður höfðu gögn borist frá Haukum, HK og Selfossi í 1. deild, og FH, Keflavík, Stjörnunni og Val í efstu deild.
Alls hefur því þriðjungur félaga skilað gögnum, og skv. upplýsingum leyfisstjórnar hafa Fjarðabyggð og Víkingur Ólafsvík póstað sín gögn í dag.