Stöð 2 Sport og KR útvarpið fá viðurkenningu
Á 63. ársþingi KSÍ voru Stöð 2 Sport og KR útvarpið heiðruð fyrir þeirra framlag til handa íslenskrar knattspyrnu. Stöð 2 Sport hlaut viðurkenningu fyrir hina frábæru þætti „10 bestu“ sem voru á dagskrá stöðvarinnar á síðasta ári. Vel var vandað til þessara þátta og vöktu þeir mikla athygli.
KR útvarpið hlaut viðurkenningu fyrir sitt frumkvöðlastarf en þar á bæ hefur verið lýst beint frá leikjum KR, heima og úti, síðan 1999. Þetta er því 10. starfsár stöðvarinnar en mikill metnaður hefur verið lagður í dagskrána. Margir hafa komið að dagskrárgerð stöðvarinnar en hefur öll vinnan verið unnin í sjálfboðavinnu. Útvarpsstjóri frá upphafi hefur verið Höskuldur Höskuldsson.