• lau. 14. feb. 2009
  • Ársþing

63. ársþingi KSÍ lokið

Stjórn KSÍ árið 2009
Stjorn_2009

Laust um kl. 15:00 lauk ársþingi KSÍ en þingið var haldið í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson var sjálfkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára.  Þá komu þeir Gylfi Þór Orrason og Róbert Agnarsson inn í stjórn KSÍ.  Koma þeir í stað Stefáns Geirs Þórissonar og Þórarins Dúa Gunnarssonar sem gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.  Þau Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Þormóðsson gáfu kost á sér til endurkjörs í stjórn KSÍ og voru sjálfkjörinn. 

Í varastjórn KSÍ voru kosnir þeir Jóhannes Ólafsson, Sigvaldi Einarsson og Þórarinn Dúi Gunnarsson.  Þeir Jóhannes og Sigvaldi voru í endurkjöri en Þórarinn kemur í stað Kjartans Daníelssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Kosið var um aðalfulltrúa Suðurlands og voru þar tveir í framboði, þeir Einar Friðþjófsson og Tómas Þóroddsson.  Einar hlaut 53 atkvæði á móti 49 atkvæðum Tómasar og verður Einar því aðalfulltrúi Suðurlands.

Aðalfulltrúi Austurlands verður Árni Ólason en hann tekur við af Guðmundi Ingvarssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Þá voru endurkjörnir þeir Jakob Skúlason, fyrir Vesturland og Björn Friðþjófsson fyrir Norðurland.

Sjá má aðrar fréttir af ársþinginu hér.

Stjórn KSÍ árið 2009

Mynd: Stjórn KSÍ.  Efri röð frá vinstri: Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson, Jóhannes Ólafsson, Jón Gunnlaugsson, Róbert Agnarsson, Luðvík Georgsson, Gylfi Orrason, Árni Ólason, Einar Friðþjófsson.  Neðri röð frá vinstri: Rúnar Arnarson, Vignir Þormóðsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen, Jakob Skúlason og Sigvaldi Einarsson.