Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 14. febrúar
Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 14. febrúar næstkomandi, verður kosning um landshlutafulltrúa Suðurlands. Fjórir bjóða sig fram í aðalstjórn KSÍ og þrír í varastjórn og eru allir þeir aðilar sjálfkjörnir.
Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram:
a. Kosning formanns annað hvert ár til tveggja ára í senn.
b. Kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjórir menn ganga úr aðalstjórn á hverju ári.
c. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs.
d. Kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs.
e. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum til vara til eins árs.
Kosning formanns
- Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 61. ársþingi KSÍ í febrúar 2007. Geir gefur kost á sér til endurkjörs og er sjálfkjörinn.
Kosning í aðalstjórn
- Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 63. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Í aðalstjórn
- Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri Reykjavík
- Stefán Geir Þórisson Reykjavík
- Vignir Már Þormóðsson Akureyri
- Þórarinn Gunnarsson Reykjavík
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar:
- Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri Reykjavík
- Gylfi Þór Orrason Reykjavík
- Róbert Agnarsson Reykjavík
- Vignir Már Þormóðsson Akureyri
Ofangreindir eru sjálfkjörnir í aðalstjórn KSÍ.
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn: (Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2010)
- Lúðvík S. Georgsson, varaformaður Reykjavík
- Jón Gunnlaugsson, ritari Akranesi
- Rúnar Arnarson Reykjanesbæ
- Ingibjörg Hinriksdóttir Kópavogi
Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga
- Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 63. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Aðalfulltrúar landsfjórðunga
- Jakob Skúlason Vesturland
- Björn Friðþjófsson Norðurland
- Guðmundur Ingvason Austurland
- Einar Friðþjófsson Suðurland
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalfulltrúa landsfjórðunga:
- Jakob Skúlason Vesturland
- Björn Friðþjófsson Norðurland
- Árni Ólason Austurland
- Einar Friðþjófsson Suðurland
- Tómas Þóroddsson Suðurland
Kosið verður um aðalfulltrúa Suðurlands. Hægt er að smella á nöfn frambjóðenda aðalfulltrúa Suðurlands til að sjá nánari upplýsingar.
Kosning varamanna í aðalstjórn
- Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 63. ársþingi KSÍ 14. febrúar nk.:
Varamenn í aðalstjórn
- Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum
- Kjartan Daníelsson Reykjavík
- Sigvaldi Einarsson Kópavogi
Eftirtaldir gefa kost á sér sem varamenn í aðalstjórn:
- Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum
- Sigvaldi Einarsson Kópavogi
- Þórarinn Gunnarsson Reykjavík
Ofangreindir eru sjálfkjörnir sem varamenn í aðalstjórn KSÍ.