• fim. 12. feb. 2009
  • Ársþing

63. ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Laugardaginn 14. febrúar kl. 11:00 verður 63. ársþing KSÍ sett í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála hér á heimasíðunni á meðan á þinginu stendur.

Notendum ksi.is er bent á að ýmsar upplýsingar tengdar þinginu er að finna hér á síðunni, undir Um KSÍ  hér til hægri á síðunni og velja svo Ársþing vinstra megin á síðunni.

Dagskrá þingsins:

Kl. 10:00 Afhending þinggagna.

Kl. 11:00 1. Þingsetning.

               2. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

               3. Kosning fyrsta og annars þingforseta.

               4. Kosning fyrsta og annars þingritara.

               5. Ávörp gesta.

               6. Álit kjörbréfanefndar.

               7. Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.

               8. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ til samþykktar.

               9. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

             10. Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.

             11. Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu.

             12. Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.

             13. Önnur mál.

             14. Kosningar. Álit kjörnefndar.

                   a. Kosning stjórnar.

                        1. Kosning formanns (annað hvert ár).

                        2. Kosning 4ra manna í aðalstjórn.

                        3. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum í stjórn.

                        4. Kosning 3ja varamanna í aðalstjórn.

                        5. Kosning 4ra varamanna úr landsfjórðungum í stjórn.

                 b. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.

                 c. Kosning skoðunarmanna reikninga (tveir aðalmenn og tveir varamenn).

                 d. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ (3 aðalmenn og 5 varamenn).

                 e. Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn).

                 f. Kosning í leyfisdóm KSÍ (5 menn).

                 g. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn).

                 h. Kosning kjörnefndar, 3ja mann, er starfi á milli þinga.

                 i. Kosning endurskoðanda

            15. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.

(Kl. 16:00) 16. Þingslit.

Stutt hlé verður gert á störfum þingsins um kl. 12:30 en þá býður KSÍ þingfulltrúum að þiggja veitingar.

Kl. 18:30 Fordrykkur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli

Kl. 19:30 Kvöldverður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli