KSÍ óskar eftir lokaverkefnum tengdum knattspyrnu
Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að fá í hendur og birta þær lokaritgerðir sem nemendur á háskólastigi hafa gert á sviði knattspyrnu. Ritgerðirnar yrðu birtar á fræðsluvef KSÍ.
Fjöldi ritgerða hafa verið gerðar á sviði knattspyrnu í gegnum tíðina en margar hverjar liggja ofan í skúffu hjá fólki og fáir njóta góðs af. KSÍ lítur á þetta sem tækifæri til að efla fræðslu um knattspyrnu á Íslandi en allar þessar ritgerðir hafa að geyma mikilvægar heimildir, rannsóknir og/eða upplýsingar og geta nýst vel sem slíkar. Mikilvægt er fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni að nýta þá þekkingu sem hefur áunnist öllum til góðs.
Hafir þú lokaritgerð sem þú vilt að birtist á heimasíðu Knattspyrnusambandsins, vinsamlegast sendu hana í pdf-formi á dagur@ksi.is.
Hægt að hringja í síma 510-2977 til að fá frekari upplýsingar.