Dregið í EM 2011 hjá U21 karla
Á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, verður dregið í riðla í EM 2011 hjá U21 karla. Drátturinn fer fram í "Musikhuset" í Árósum en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku 2011.
Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í 10 riðla. Tveir riðlar verða með sex þjóðum en átta riðlar verða skipaðir fimm þjóðum. Sigurvegarar í hverjum riðli, ásamt þeim fjórum þjóðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti, komast svo í umspil fyrir úrslitakeppnina 2011.
Strax eftir að ljóst verður hvernig riðlarnir eru skipaðir er hafist handa við að raða nður á leikdaga. Fyrsti möguleiki leikdagur í þessari riðlakeppni er 28. mars á þessu ári.