Tillögur á ársþingi KSÍ 2009
Ársþing KSÍ, það 63. í röðinni, verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli 14. febrúar næstkomandi. Hér að neðan má sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00.
Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:
1. Tillögur
Hér að neðan eru tillögur sem KSÍ hefur borist og teknar verða til afgreiðslu á ársþinginu. Tillögurnar eru sendar bæði til héraðssambanda og íþróttabandalaga sem og til allra félaga sem hafa verið þátttakendur í knattspyrnumótum á vegum KSÍ sl. ár. Þess er vænst að tillögunum sé komið sem fyrst til væntanlegra þingfulltrúa, þannig að þeir hafi tök á að kynna sér þær vel áður en á ársþing er komið.
8. Milliþinganefnd um knattspyrnuþjálfun barna
9. Milliþinganefnd - 2. aldursflokkur
10. Starfshópur - Keppnistímabil meistaraflokks
14. Stuðningur sveitarfélaga við íþróttastarf
2. Kjörbréf
Kjörbréf hefur verið sent til héraðssambanda og íþróttabandalaga og er þess óskað að þau verði fyllt út með nöfnum fulltrúa og varafulltrúa og afrit faxað til KSÍ í síðasta lagi 6. febrúar nk. Óskað er eftir að allir aðilar tryggi að svo verði gert. Upplýsingar um fjölda fulltrúa er hér að neðan.
3. Dagskrá
Þingið verður sett kl. 11:00, laugardaginn 14. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Öllum þingfulltrúum er hér með boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Laugardalsvelli.
Á undan verður boðið upp á fordrykk frá kl. 18:30 á sama stað. (Þingfulltrúum er boðið til kvöldverðar en félög geta keypt miða fyrir fleiri gesti – hafið samband við Ragnheiði 510-2905, ragga@ksi.is).
Dagskrá
Kl. 10:00 Afhending þinggagna.
Kl. 11:00
1. Þingsetning.
2. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
3. Kosning fyrsta og annars þingforseta.
4. Kosning fyrsta og annars þingritara.
5. Ávörp gesta.
6. Álit kjörbréfanefndar.
7. Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
8. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ til samþykktar.
9. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
10. Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
11. Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu.
12. Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.
13. Önnur mál.
14. Kosningar. Álit kjörnefndar.
a. Kosning stjórnar.
1. Kosning formanns (annað hvert ár).
2. Kosning 4ra manna í aðalstjórn.
3. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum í stjórn.
4. Kosning 3ja varamanna í aðalstjórn.
5. Kosning 4ra varamanna úr landsfjórðungum í stjórn.
b. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.
c. Kosning skoðunarmanna reikninga (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
d. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ (3 aðalmenn og 5 varamenn).
e. Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn).
f. Kosning í leyfisdóm KSÍ (5 menn).
g. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn).
h. Kosning kjörnefndar, 3ja mann, er starfi á milli þinga.
i. Kosning endurskoðanda
15. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.
(Kl. 16:00) 16. Þingslit.
4. Skuldir
Hjálagt er yfirlit yfir fjárhagslega stöðu aðildarfélagsins gagnvart KSÍ miðað við 31. des. sl. Þau félög sem skulda eru beðin um að greiða skuldina eða semja um greiðslu hennar fyrir 10. febrúar nk. því eins og fram kemur í lögum KSÍ, geta þau félög sem skulda KSÍ ekki átt fulltrúa á ársþingi.
5. Gisting
Hilton Nordica býður þingfulltrúum og þinggestum gistingu sem hér greinir:
- Eins manns herbergi með morgunverð kr. 9.900.- pr. nótt
- Tveggja manna herbergi með morgunverð kr. 11.900.- pr. nótt
Sambandsaðilar skulu sjálfir panta herbergi í síma 444-4000 eða á póstfang go@icehotels.is og þegar það er gert skal vísað til þess að það sé gert í tengslum við þingið.