• fim. 22. jan. 2009
  • Fræðsla

Breytingar á Alþjóðlegu lyfjareglunum

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
isi_hnappur

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt nýjar alþjóðlegar lyfjareglur sem tóku gildi um síðastu áramót. 

Lykilatriði í lyfjaeftirlitsmálum sem snúa að aðildarfélögum KSÍ eru eftirfarandi:

  • Leikmenn í Landsbankadeildum karla og kvenna þurfa að skila inn umsóknum um undanþágum fyrirfram vegna notkunar lyfja/efna á bannlista.  Á þessu eru nokkrar undantekningar, í öllum tilfellum er best að hafa samband við ÍSÍ og óska eftir frekari upplýsingum.  Leikmenn í Landsbankadeild karla og kvenna geta átt von á lyfjaprófum í og utan keppni.
  • Leikmenn í öðrum deildum og yngri flokkum sækja ekki um undanþágu fyrirfram en geta átt von á lyfjaprófum í og utan keppni. Ef leikmaður lendir í lyfjaprófi þá þarf hann að sækja um undanþágu eftir prófið og þá er nauðsynlegt að öll gögn leikmanns um forsendur greiningar og lyfjanotkunar séu mjög nákvæm annars getur umsókn leikmanns verið hafnað. Sjá frekari upplýsingar í kynningarbréfi frá ÍSÍ.
  • Sérreglur gilda fyrir leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða og landsleikjum.   Frekari upplýsingar um þær reglur eru veittar á skrifstofu KSÍ.

Sérstaklega þarf að huga að astmagreiningu og notkun astmalyfja.

KSÍ er nú að undirbúa frekari leiðbeiningar fyrir aðildarfélögin um þessi mál og verða þau birt hér á heimasíðu KSÍ nú á vordögum. 

KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í þessum málaflokki og minnir á ábyrgð þeirra að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu KSÍ ef einhverjar spurningar vakna eða ef eitthvað er óljóst.

Tengill á bréfið frá ÍSÍ

Tengill á lyfjavef ÍSÍ

Tengill á lyfjavef UEFA